Dec 26, 2007


Salvör Sól Óskar Öllum Gleðilegra Jóla og Farsældar á Komandi Ári

Aug 1, 2007

fullt af knúsurum og pössurum

Það er nú aldeilis búnir að vera margir í kringum hana Salvöru Sól undanfarið. Salvör eldri og Ásta Lilja eru búnar að vera í heimsókn og svo voru Inga í Keflavík og Egill Darri að koma í gær. Þetta þýðir náttúrulega bara að um leið og heyrist í lítilli dömu þá hlaupa minnst 5 til (sem vissulega gefur mömmunni þónokkuð vel þegið frí).


Stúlkan stækkar og stækkar enda orðin 11 vikna gömul (váh hvað þetta líður hratt). Hún er alveg farin að halda höfði og brosir og hlær sem bræðir auðvitað alla í kring. Annars er bara búið að vera nóg um að vera svo lítill tími gefst til að skrifa hér inn. Vonandi verður þó breyting á..


kv. Ásta Björg

Jul 18, 2007

tveggja mánaða skvísa :D

Halló Halló.. Haldið þið að stúlkan sé ekki bara orðin TVEGGJA MÁNAÐA??? júh, það held ég nú. Maður verður að henda inn myndum við þetta tilefni.. um leið og ég kem heim (er í vinnunni núna!) Hún dafnar vel, þykir óttalega mikið vænt um hana systur sína þó mamma komi ávalt númer 1 og pabbi 1 - 2.

Magapirringurinn er alltaf eitthvað til staðar en sem betur fer nær hún að sofa og hvíla sig. En eins og ég segi, myndir koma fljótlega og best er held ég að skrifa bara við þær einhvern skemmtilegan texta, eins og úr sumarbústaðnum o.s.frv

kv. Ásta Björg

Jul 16, 2007

Hress í sumarbústað

Sælir kæru vinir..


Hún Salvör Sól Stækkar og stækkar enda fær hún nóg að súpa hjá henni móður sinni. Það er ekki laust við að hún sé að verða öggulítið bolla. En hún braggast s.s. voða vel og er hress eftir góða bústaðarferð sem fjölskyldan á Hanhóli var að koma úr núna í gær. Ég ætla að henda inn myndum við fyrsta tækifæri enda nóg af þeim til.
Set inn eina af henni með nöfnu sinni úr bústaðnum (fengin af síðu salvarar)




kv. í bili Ásta Björg

Jun 25, 2007

Nafnið komið..

Þá er búið að skíra þessa yndislegu dömu. Hún fékk nafnið Salvör Sól og var guðmóðir hennar og nafna mjög ánægð með það. Athöfnin var mjög flott og heppnaðist vel og er nóg eftir af sætindum og örðu slíku fyrir gesti og gangandi.

Myndir koma svo í kvöld eða á næstu dögum

kv. Ásta Björg

Jun 20, 2007

Góðan Dag

Ég, Ásta Björg stóra systir, er búin að gera svona smá síðu um litlu systur svo það sé nú hægt að fylgjast með henni. Hún er nú orðin rétt rúmlega mánaðargömul og dafnar voða vel. Bráðum fær daman nafn því að hún verður skírð á sunnudaginn kl. 14.00 heima og verða þar nánustu ættingjar samankomnir enda nóg af þeim.

En við biðjum að heilsa í bili,

Kv. Hanhólsfjölskyldan